Þegar ég vaknaði um morguninn
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði komdu fljótt
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.
Ef ég drukkna, drukkna í nótt
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt
þá vil ég á það minna.
Stál og hnífur er merki mitt
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.