Hún reyndist mér borgin bölvað víti
Bekkirnir voru kaldir og harðir
Laugavegurinn linast auður
Þú stóðst þar oft og starðir
Á bíla sem ferjuðu fólkið
Og þúsund radda kliður
Kæfði hugsun þína
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Óskasteininum búinn að týna
Samúðin kostar krónu of mikið
Og kvölin er verðlaust dæmi
Hamingjan mælist í hagnaði dagsins
Og himnarnir eru guðlaust flæmi
Og þú ert úr leik minn bróðir
Því þúsund radda kliður
Kæfði röddina þína
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Óskasteininum búinn að týna
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Óskasteininum búinn að týna
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Alltaf einn, alltaf einn
Óskasteininum búinn að týna