Strit og sár áfram þína daga drífa
Meðan gullregnin fram hjá svífa
Mjúk er snerting hofrinnar handar
Gárað auga lífsins andar
Í húmi áranna
Hverfum við fljótt
Þegar stríðið dunar á þunnu skinni
Þegar sjórinn úfinn á hamrana sækir
Vertu Fjallið sem tunglið kyssir
Vertu sá sem reis, ríkti og missti
Hátt er fall af hamranna tindum
Hulinn heimur í máðum myndum
Í húmi áranna
Hverfum við fljótt
Þegar stríðið dunar á þunnu skinni
Þegar sjórinn úfinn á hamrana sækir
Vertu Fjallið sem tunglið kyssir
Vertu sá sem reis, ríkti og missti